KYRNUR

Opnar 7. júlí klukkan 17:00

Lóla Flórens, Garðastræti 6, 101 Reykjavík

 


Innblásturinn að þessari sýningu kemur frá þegar ég er barn og ólst upp við frekar fátæklega listfræðslu og námskeið enginn tengd því þar sem ég óx úr grasi, en ég fann það úrræði að fá að  læra að mála á postulín hjá einni færustu postulínsmálara á landinu, Kolfinna Ketilsdóttir heitinn, hún kenndi mér margt sem fylgir mér enn þann dag í dag. Hjá henni var ég frá því 12 til 14 ára og málaði eins og vindurinn og gaf það allt því ég hafði engan áhuga á að eiga þessa gripi, bara að fá að mála á þá. 

Á þessari sýningu verða blóm og  allskonar ílát sem við könnumst við að hafa séð hjá ömmum okkar og eldra fólki, þar sem kökurnar voru alltaf geymdar. Ég er með íláta blæti og gamlir dunkar hafa fylgt mér mjög lengi, enn í staðinn fyrir að ég geymi kökur þar, þá eru t.d símasnúrur heimilismeðlima geymd. Svona færir maður gamla tímann með sér.